Spurt og svarað

Hér reynum við að veita svör við algengustu spurningunum sem við fáum varðandi okkar vörur og þjónustu. Ef þú finnur ekki svör við þínum spurningum hafðu þá endilega samband. Smelltu á talblöðruna niðri hægra megin til að opna spjallið.

Sendið þið blóm?

Já, við bjóðum upp á blómasendingar hvort sem er á heimili, vinnustaði, veitingastaði, sjúkrahús eða annað.

Hvernig panta ég?

Þú finnur það sem þig langar að panta og velur að ,,Bæta í körfu''. Þá áttu að flytjast sjálkrafa yfir í körfuna þína. Ef ekki, þá geturðu smellt á körfu táknið uppi í hægra horninu til að flytjast þangað. Ef þú vilt bæta einhverju við pöntunina geturðu farið fram og til baka á vefsíðunni og bætt við því sem þú vilt.

Þegar þú ert tilbúin/n að klára kaupin velur þú tímasetningu afhendingar og skrifar inn texta fyrir kort/borða ef þú vilt láta slíkt fylgja og smellir á ,,Klára pöntun''. Þá ertu flutt/ur sjálfkrafa yfir á síðu þar sem þú fyllir út helstu upplýsingar s.s. viðtakanda, greiðanda, afhendingarmáta og greiðsluaðferð. Ferlið leiðir þig áfram í þessu. Þegar þú hefur valið greiðsluaðferð og sett inn upplýsingar greiðanda smellir þú á ,,Greiða núna'' og verður þú þá flutt/ur yfir á greiðslusíðuna til að klára greiðslu.

Getið þið sent hvert sem er?

Við erum mest að senda innan Höfuðborgarsvæðisins en höfum það að markmiði að geta sent blóm út um allt land. Hér eru þeir staðir sem við getum nokkuð örugglega afhent til. Ef staðurinn sem þú vilt senda í er ekki á listunum máttu hafa samband og við getum athugað með sendingu þangað.

Höfuðborgarsvæðið

Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Mosfellsbær.

Suðurnes

Vogar, Reykjanesbær, Keflavíkurflugvöllur, Grindavík, Sandgerði og Garður.

Suðurland (þéttbýli)

Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn, Ölfus, Eyrarbakki, Stokkseyri, Hella, Hvolsvöllur. 

Landsbyggðin (í vinnslu)

Akranes, Búðardalur, Drangsnes, Hellissandur, Ísafjörður, Kjalarnes, Laugarvatn, Reyðarfjörður, Vík.

Hver er sendingarkostnaðurinn?

Sendingarkostnaður á Höfuðborgarsvæðinu: 2000 kr.

Sendingarkostnaður á Suðurnes og Suðurland (þéttbýli): 4800 kr.

Sendingarkostnaður á Akranes, Búðardalur, Drangsnes, Hellissandur, Ísafjörður, Kjalarnes, Laugarvatn, Reyðarfjörður, Vík: 5800 kr.

Sendingarkostnaður annað á Landsbyggðina: Hafðu samband og við athugum málið.

Hvenær sendið þið?

Við bjóðum upp á blómasendingar alla daga vikunnar, flesta daga ársins. 

Sendingartímar á Höfuðborgarsvæðinu skiptast í þrjú tímabil á virkum dögum en þau eru frá 10:00-13:00, frá 13:00-16:00 (13:00-15:00 á föstudögum) og frá 17:00-20:00. Á laugardögum og sunnudögum er sent frá 11:00-15:00 og frá 16:00-19:00. Þessir tímar eru viðmið og gerum við okkar besta til að senda á þeim tíma sem er valinn. Ef að viðtakandi er annar en sendandi og valinn tími hentar honum ekki þá finnum við að sjálfsögðu annan tíma. Að sama skapi, ef að þessi tímabil henta ekki eða nákvæmari tímasetningu er óskað, vinsamlegast hafið samband og við reynum að verða við óskinni.

Sendingar á Suðurnes og Suðurland geta farið frá okkur tvisvar á dag virka daga.

Sendingar annað á Landsbyggðina fara frá okkur með Samskip Landflutningum eða með flugi á virkum dögum. Það fer eftir áfangastað hvenær afhendingartími á sér stað en það getur verið síðdegis samdægurs eða daginn eftir. Í þessum tilvikum eru blóm geymd í kæli á leiðinni. ATH! Ekki er sent heim að dyrum heldur þarf viðtakandi að sækja á stöð/flugvöll.

Hvernig virkar að senda blóm í útför í kirkju?

Pantanaferlið er það sama og fyrir aðrar blómasendingar.

Þú velur þau blóm/skreytingar sem þú vilt senda og setur í körfuna þína.

Í körfunni velur þú þann dag sem útförin á sér stað og það tímabil sem passar best m.v. að blómin verði komin um 2 tímum áður en útförin hefst.

Í upplýsingar viðtakanda setur þú nafn hins látna í ,,fornafn og eftirnafn''. Í ,,aðsetur'' setur þú nafn kirkjunnar og passar svo að setja rétt póstnúmer kirkjunnar svo að sendingarkostnaður reiknist rétt.

Standar fyrir útfararskreytingar eru yfirleitt til staðar í kirkjum og sér starfsfólk útfararstofanna / kirkjuverðir um að stilla upp skreytingunum.

Er hægt að senda blóm á Landspítalann?

Já við getum sent blóm þangað en athugaðu að það er óheimilt að koma með lifandi blóm á ákveðnar deildir. Þær sem við vitum um eru taugalækningardeild (B2), blóðmeinadeild og gjörgæsla. Mögulega eru fleiri deildir þar sem það er óheimilt.

Ef þú ert í vafa þá væri gott ef þú myndir hafa samband við viðkomand deild og athuga hverjar reglurnar eru.

Hafið þið samband við viðtakanda eða get ég látið sendinguna koma á óvart?

Við áskiljum okkur rétt til að hafa samband við viðtakenda til að staðfesta stað og stund. Ef óskað er eftir að sendingin komi á óvart og að við þ.a.l. höfum ekki samband við viðtakenda þá verður sendandi að vera búinn að tryggja að einhver verði á staðnum til að taka á móti sendingunni eða að gefa leyfi fyrir að sendingin verði skilin eftir.

Hvað þarf ég að panta með miklum fyrirvara?

Sendingar er hægt að panta minnst 30 mínútum fyrir uppgefin sendingartímabil.

Hægt er að velja að sækja minnst klukkustund fyrir uppgefinn afhendingartíma virka daga en minnst 2 klukkustundum fyrir afhendingartíma um helgar.

Fyrir útfararskreytingar og blómaskreytingar í potti þarf að panta með tveggja daga fyrirvara, 48 klst fyrir afhendingu.

Við óskum eftir að brúðarvendir séu pantaðir með minnst 5 daga fyrirvara til að tryggja bestu mögulegu gæði.

Ef pöntun á að sendast út fyrir Höfuðborgarsvæðið óskum við eftir auka tíma, allt að 48 klst eftir áfangastað.

Er lágmarks upphæð sem ég þarf að panta fyrir?

Ef þú vilt láta okkur senda pöntunina innan Höfuðborgarsvæðisins þá gerum við kröfu um að pantað sé fyrir að lágmarki 1750 kr, eða sem nemur verði á stakri, stórri rós.

Ef þú vilt senda utan Höfuðborgarsvæðisins þá er lágmarks upphæð 4200 kr.

Hvernig greiði ég í vefversluninni?

Fyrir greiðslur í vefverslun eru fjórir möguleikar:

1. Greiðsla með debit eða kreditkorti. Við tökum við greiðslukortum frá VISA og Mastercard. Til að nota þennan kost veljið ,,SaltPay''

2. Millifærsla á bankareikning. Ef millifærsla er valin vinsamlegast greiðið samkvæmt eftirfarandi upplýsingum og sendið staðfestingu / tilkynningu á greiðslu á netfangið flowers@flowers.is

Kennitala: 630216-1090

Banki: 0133-26-011492

Fyrir greiðslur af erlendum bankareikningum:

SWIFT (BIC): NBIIISRE

IBAN: IS58 0133 2601 1492 6302 1610 90

3. Greiðsla með Aur.

4. Greiðsla með Paypal. PayPal tekur ekki við íslenskum krónum svo það er einungis í boði í erlendum gjaldmiðlum. Ef PayPal er valið sendum við greiðslubeiðni í Bandaríkjadollurum á netfangið á bakvið pöntunina.

Get ég greitt með símgreiðslu?

Sem stendur á það að vera hægt en einungis með kreditkorti.